Nike Air Zoom Pegasus 35 hlaupaskór

  20.495 Kr.
Um vöruna
Stærð
42.5
42
43
44.5
44
45.5
45
46
47.5
47
48.5
NIK942851-005
Lýsing

Pegasus er hannaður til að þjóna öllum hlaupurum hvort sem þú ert að hlaupa 3-5 km. Einu sinni í viku eða ef þú ert vanur hlaupari og ferð út að hlaupa 3-4 sinnum í viku og hleypur 10 km eða meira.

Stærsta breytingin á Pegasus 35 frá fyrri skóm er að nýji skórinn er með einum stórum Zoom Air loftpúða undir öllum fætinum. Eldri skórinn var með tvem aðskildum loftpúðum einum undir hæl og annar undir tábergi. Þessi breyting gerir það að verkum að orkuflutningurinn sem myndast í niðurstiginu verður betri og skilvirkari. Einnig er nýji Pegasus skórinn nokkrum grömmum léttari en sá gamli.

Zoom Air loftpúði undir öllum sólanum veitir dempun í hverju niðurstigi og veitir einnig stuðning við frástigið. Loftpúðinn situr umvafinn. Skórinn er með Flywire reimakerfi sem heldur utan um fótinn og eykur stöðuleika í skónum. Minnkar einnig líkurnar á því að fóturinn renni til í skónum og maður fái nuddsár eða blöðrur. Yfirbyggingin er saumlaus úr léttu og gisnu möskva efni sem gefur skónum léttleika og frábæra öndun í hverju skrefi. Hælkappinn vísar frá hásin til að minnka núning og óþægindi sem gætu skapast. Sólinn er úr slitsterku gúmmíefni sem eykur grip í bleytu og hálku. Einnig er sólinn endingargóður og hentar í hlaup á öllu undirlagi.